Beiðni um sjúkraþjálfun

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða hluta af kostnaði við meðferð hjá sjúkraþjálfara.  

Til að kostnaður við þjálfunina sé greiddur af SÍ þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni frá lækni. 

 

Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 15 meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti. 

Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.

 

Öll helstu stéttarfélög Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun. 

Einstaklingur greiðir sjálfur fyrir hvern sjúkraþjálfunartíma en fer svo með reikninginn til síns stéttarfélags og fær endurgreitt.   Mismunandi er eftir stéttarfélögum hversu mikið er endurgreitt. 

Sum stéttarfélög vilja fá afrit af læknabeiðninni með reikningum.  

 

Sjúkrasjóðir lífeyrissjóða taka sumir þátt í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar. Best er að kanna málið hjá sínum sjóðum og félögum.


Tryggingarfélögum ber eftir atvikum að greiða fyrir sjúkraþjálfun ef fólk verður fyrir slysi. Kannaðu málið hjá þínum tryggingarfélagi.