hlaup__vatni_087.jpg

hlaup__vatni_087.jpg

hlaup__vatni_097.jpg

hlaup__vatni_097.jpg

hlaup__vatni_066.jpg

hlaup__vatni_066.jpg

Atlas Endurhæfing starfrækir þjálfun og endurhæfingu í vatni sem kallast "hlaup í vatni".  Þar er lögð sérstök áhersla á að þjálfa fólk sem tímabundið hefur þurft að minnka hlaup á hörðu undirlagi eða þurft að draga úr hefðbundinni þjálfun eða líkamsrækt vegna meiðsla. 

 

Hlaup í vatni myndar minna álag á liðamót líkamans og gerir mörgum kleift að hreyfa sig þrátt fyrir takmarkanir á hreyfigetu. 

Þeir sem hafa ávinning af hlaupum í vatni eru:

 

  • Hlauparar sem hafa lent í álagsmeiðslum eða þurfa að minnka álag á liðamót líkamans tímabundið.

  • Einstaklingar sem hafa farið í bæklunaraðgerðir eins og eftir krossbandaaðgerðir og hnéspeglanir.

  • Fólk í ofþyngd, gigtarsjúklingar og eldra fólk.

 

Í vatni er líkaminn aðeins 1/6 af þyngd hans þannig að auðveldara er að hreyfa sig í vatni. Að auki myndast engin högg upp líkamann þegar fólk hreyfir sig í vatni eins og gerist þegar hlaupið er á götum borgarinnar. Með réttri þjálfun er hægt að halda líkamlegu formi sem áunnist hefur þrátt fyrir meiðsli sem og að auka líkamlega getu.

 

HLAUP Í VATNI

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Notast er við sérstök flotvesti frá Airex. Einnig er notaður aukabúnaður á hendur og fætur til að auka mótstöðu og gera æfingarnar erfiðari.  Búnaðurinn fæst í verslun Altis, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði.

 

Æft er á þriðjudögum og föstudögum kl:8:00-8:45 í innilauginni í Laugardal. Verð er 11.000.- krónur.  Ekki er innifalið verð ofan í laugina.  Einungis er teknir inn 10-12 á námskeiðið. Boðið er upp á frían kynningartíma.

 

Þeir sem eru áhugasamir vinsamlegast hafið samband við robert@atlasendurhaefing.is.

 

 

Röng beiting - of há hné

Röng beiting - of miklar skófluhreyfingar með höndum

Röng beiting - of kröftug hnérétta