Sjúkraþjálfarar Atlas Endurhæfingar sérhæfa sig í greiningu, meðhöndlun, endurhæfingu og forvörnum íþróttameiðsla. 

Þegar íþróttafólk verður fyrir íþróttaslysi þarf að tilkynna slysið til Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. 
 

• Sækja þarf eyðublað/tilkynningu um slys á heimasíðu ÍSÍ til útfyllingar: www.isi.is

 

• Hafa þarf samráð við lækni við upphaf meðferðar t.d heimilislækni eða bæklunarlækni, og telji hann viðkomandi þurfa á sjúkraþjálfun að halda þarf að fá beiðni.

 

• Samkvæmt nýrri reglugerð ber sjúkraþjálfara að hafa samráð við lækni áður en meðferð hefst. Meðferð getur þó hafist þó beiðni sé ekki komin fyrir fyrsta tíma, að því undanskildu að læknir sé í samráði áður en meðferð hefst.

 

• Koma með beiðni í sjúkraþjálfun til sjúkraþjálfara í fyrsta tíma ef læknir hefur þegar skrifað út beiðni.

 

• Íþróttamaður/kona greiðir fyrir hvern tíma í sjúkraþjálfun.

 

• Við lok meðferðar fær íþróttamaðurinn/konan kvittun fyrir greiddum tímum og þarf hann að skila henni ásamt tilkynningu um slys og afriti af beiðninni frá lækni til ÍSÍ. Einnig þarf undirskrift viðkomandi félags til að votta að slysið hafi átt sér stað við skipulagða starfsemi félagsins.

 

• Að lokum endurgreiðir ÍSÍ allt að 80% af útlögðum kostnaði við þjálfunina.

 

 

 

 

ÍÞRÓTTAFÓLK