Um okkur

14 sjúkraþjálfarar starfa hjá Atlas Endurhæfingu, sex með meistaragráðu í sinni sérgrein.
Sjúkraþjálfarar fyrirtækisins sinna allri almennri sjúkraþjálfun en leggja metnað sinn í að sérhæfa sig á hinum ýmsu sviðum, má þar nefna:
-
Íþróttasjúkraþjálfun
-
Bakendurhæfingu
-
Axlarvandamálum
-
Hné- og axlarendurhæfingu
-
Þjálfun eftir bæklunaraðgerðir
Einnig er ýmis önnur þjónusta í boði og má þar nefna:
-
Nálastungur
-
Fræðslufyrirlestrar
-
Ráðgjöf til íþróttafélaga
-
Þolpróf og mjólkursýrumælingar
Atlas endurhæfing starfar á sviði sjúkraþjálfunar, endurhæfingar, fræðslu og þjálfunar. Stöðin var stofnuð í júní 2008 og eru eigendur hennar Pétur Einar Jónsson og Róbert Magnússon sjúkraþjálfarar.


Atlas endurhæfing kemur að sjúkraþjálfun hjá hinum ýmsu íþróttafélögum og landsliðum á Íslandi, bæði karla og kvenna á öllum aldri.

